Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Frekari rannsóknir á peningum á netinu

Ég er ekkert að búast við því að það sé einhver að skoða þessa bloggsíðu.

En samt sem áður ætla ég að halda áfram að tala um skemmtilega leiðir til að hagnast örlítið af okkar sígjöfula interneti.

Í sannleikanum satt þá hef ég komist að því að flest þessara tækifæra deyja út hratt vegna gífurlegar misnotkunar á tækifærunum. Samt koma þá upp svipuð tækifæri, með annarskonar glufur, sem hægt er að hagnast meira af.

Ég lærði til dæmis mjög skemmtilega leið til að ná inn einhverjum $100 á dag, sem ég af sjálfsögðu sannreyndi. Og ég ætla ekki að ljúga að ykkur að þetta virkar, svo að þetta muni ekki koma til með að gera það til lengri tíma litið. Gaman aðessu.

 Ég er að tala um þessar PPC síður(pay per click) sem borga 1 cent fyrir hverja auglýsingu sem þú ýtir á. Nú það hljómar ekki mikið, sér staklega þar sem þeir gefa bara 10 auglýsingar til að ýta á hvern dag. En þar kemur skemmtileg glufa inn sem gefur manni möguleika á að skoða sömu auglýsinguna brjálæðislega oft og fá borgað 1 cent fyrir hvert skipti.

Með smá útfærslu lét ég tölvuna gera þetta með ákveðið löngu millibili, 20 sek, sjálfkrafa.

Þannig að núna fer ég bara og tek út peningana daglega, áður en þeir fatta að ég sé í raun bullandi svindlari. En ég er einmitt að nota þetta sama kerfi á 13 öðrum svipuðum síðum sem gerir mér kleift að ná inn $100 á dag, án þess að lyfta litla fingri.

Sniðugt ekki satt?

Veit þetta hljómar eins og léleg sölumennska, en mér er nokk sama, ég ætla ekkert að ljóstra upp leyndarmálinu mínu því þá á ég  á hættu að tækifærin deyji endanlega út. Það vil ég ekki.

 

Langaði bara að segja ykkur að þetta sé hægt. Verðið bara skoða allt veeeel og vandlega, og já aldrei borga fyrir að eignast peninga það virkar ekki... Allar verðmætustu upplýsingarnar finniði frítt á netinu.

 

leiter 


Peningar á netinu?

Nýverið hef ég verið að skoða hvort mögulegt sé að hagnast af netinu án þess að hafa vöru til að selja. Eftir miklar leitir rakst ég á nokkra skemmtilega möguleika, en ég hef ekki en fengið tækifæri á að athuga með sannleiksgildi þessara möguleika.

M.a. var einn möguleikinn einhverskonar viðbótar lína (Bar) á browserinn. Þessi bar fylgdist með því hversu lengi maður er á netinu og greiðir manni samkvæmt því. Nú spyr ég sjálfan mig hvort slíkt virki og gefi mögulega af sér.

Eins og ég sé best þá virkar þetta voðalega langdregið eitthvað, 1 cent á klukkustund, og maður getur einungis tekið út eftir að hafa safnað saman einhverjum $500 dollurum ef ég man rétt. En ég ætla gefa þessu séns og leyfi þessu bara að malla á tölvunni minn þegar hún er í gangi.

 En jám... Einnig virðast margir hyllast peningamyllurnar, sem notast við þessa rafrænu gjaldmiðla s.s. Egold og allt það klabb. Það virðist vera ein stór svikamylla og hver á fætur öðrum lofa þeir brjálæðislega háum vöxtum fjárfesti þú hjá þeim. allt frá 5% á dag, 400% á viku og 1750% á 55 dögum. Ég get ekki með góðri samvisku treyst svona gylliboðum.

Mér þykja þetta skemmtilegar pælingar í kringum neyslusamfélagið Ísland. Allir vilja vera hver öðrum ríkari og eiga fleiri og flottari bíla en allir aðrir í kringum þá. Þar kom einmitt sú pæling, ætli það sé mögulegt að græða peninga fyrir eitthvað sem margir gera hvort eð er.

Ef þið viljið skoða þetta með peninga dæmið á netinu, skal ég benda ykkur á aðra bloggsíðu. Hún talar eitthvað aðeins meira um þetta, en er á ensku.

http://nificato.blogspot.com/

 Leiter


Höfundur

SG
SG
Hér er ungur maður sem tekur þátt í umræðunni þegar hann telur þess þörf.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband