Leita í fréttum mbl.is

Peningar á netinu?

Nýverið hef ég verið að skoða hvort mögulegt sé að hagnast af netinu án þess að hafa vöru til að selja. Eftir miklar leitir rakst ég á nokkra skemmtilega möguleika, en ég hef ekki en fengið tækifæri á að athuga með sannleiksgildi þessara möguleika.

M.a. var einn möguleikinn einhverskonar viðbótar lína (Bar) á browserinn. Þessi bar fylgdist með því hversu lengi maður er á netinu og greiðir manni samkvæmt því. Nú spyr ég sjálfan mig hvort slíkt virki og gefi mögulega af sér.

Eins og ég sé best þá virkar þetta voðalega langdregið eitthvað, 1 cent á klukkustund, og maður getur einungis tekið út eftir að hafa safnað saman einhverjum $500 dollurum ef ég man rétt. En ég ætla gefa þessu séns og leyfi þessu bara að malla á tölvunni minn þegar hún er í gangi.

 En jám... Einnig virðast margir hyllast peningamyllurnar, sem notast við þessa rafrænu gjaldmiðla s.s. Egold og allt það klabb. Það virðist vera ein stór svikamylla og hver á fætur öðrum lofa þeir brjálæðislega háum vöxtum fjárfesti þú hjá þeim. allt frá 5% á dag, 400% á viku og 1750% á 55 dögum. Ég get ekki með góðri samvisku treyst svona gylliboðum.

Mér þykja þetta skemmtilegar pælingar í kringum neyslusamfélagið Ísland. Allir vilja vera hver öðrum ríkari og eiga fleiri og flottari bíla en allir aðrir í kringum þá. Þar kom einmitt sú pæling, ætli það sé mögulegt að græða peninga fyrir eitthvað sem margir gera hvort eð er.

Ef þið viljið skoða þetta með peninga dæmið á netinu, skal ég benda ykkur á aðra bloggsíðu. Hún talar eitthvað aðeins meira um þetta, en er á ensku.

http://nificato.blogspot.com/

 Leiter


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

SG
SG
Hér er ungur maður sem tekur þátt í umræðunni þegar hann telur þess þörf.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband